ÁtVR - Félagsmerki

Velkomin á heimasíðu Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu.

strik til aðgreiningar


Tónleikar Sönghóps ÁtVR 2014

Laugardaginn 26. apríl kl.15

 Sönghópur ÁtVR

 

Sönghópur Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu (ÁtVR) heldur vortónleika sína í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg í Reykjavík, laugardaginn 26. apríl n.k. kl. 15. Tónleikarnir eru að stórum hluta tileinkaðir skáldinu og lagahöfundinum Ása í Bæ, í tilefni af því að þann 27. febrúar s.l. voru 100 ár frá fæðingu hans. Einnig verða flutt lög annarra höfunda.

 Ási í Bæ


Ási var fæddur í Litla Bæ við Strandveg í Vestmanneyjum 27. febrúar 1914 og lést 1. maí 1985. Hann skrifaði margar bækur og samdi allskyns kveðskap um lífíð í Vestmannaeyjum á síðustu öld. Á tónleikunum verður sagt frá lífshlaupi Ása í Bæ ásamt því að flutt verða lög hans og textar.

Ási samdi mörg ljóð við Þjóðhátíðarlög Oddgeirs Kristjánssonar á árunum 1950 til 1965. Hann samdi einnig þó nokkuð af lögum sjálfur við eigin texta og þar á meðal nokkur Þjóðhátíðarlög á tímabilinu frá 1970-1985. Á tónleikunum verða m.a. flutt lög hans Herjólfsdalur og Sævar í Gröf í glænýjum kórútsetningum. Með Sönghóp ÁtVR leikur 4 manna hljómsveit en stjórnandi er Hafsteinn G. Guðfinnsson.

Allir eru velkomnir á tónleikana en aðgangseyrir er 2000 krónur fyrir manninn.


Þess má einnig geta að laugardaginn 10. maí n.k. kl. 14 mun Sönghópur ÁtVR halda tónleika í Sólheimakirkju, á Sólheimum í Grímsnesi, fyrir íbúa, gesti og gangandi og eru allir velkomnir.

 


 Kirkja Óháða safnaðarins við Háteigsveg 56 í Reykjavík á götukorti.


strik til aðgreiningar

Myndir frá vel heppnuðu
 20 ára afmælishófi ÁtVR:


  Albúm nr. 1    og    Albúm nr. 2

20 ára afmælishóf ÁtVR

ÁtVR 20 ára afmæli


strik til aðgreiningar


Vilt þú gerast félagi í ÁtVR,


átthagafélagi Vestmannaeyinga á 

Reykjavíkursvæðinu? 

Félagar geta þeir orðið sem fæddir eru í Vestmannaeyjum,

eða hafa átt þar búsetu um nokkurt skeið, makar og börn.

Ef þú vilt gerast félagi í ÁtVR eða breyta upplýsingum ífélagatali:

SMELLTU HÉR!

 
ATH:
Upplýsingar í félagatali eru trúnaðarmál, einungis notaðar vegna starfsemi ÁtVR. 
ALDREI afhentar þriðja aðila.


Þjóðhátíð Vestmannaeyja 1944

Tengill á skemmtilegt mynd­skeið á Youtube sem sýnir

m.a. frá Þjóðhátíð Vestmannaeyja, í 

síð­ari heims­styrj­öld­inni, sumarið 1944. 
_____________


 FLEIRI TENGLAR! 

Eldfell

Höfum bætt við fleiri 
 tenglum
á efni sem tengist 
eldgosinu í 
Heimaey 1973


__________________

Í æsku minnar spor

Í æsku minnar spor - Sönghópur ÁtVR

geisladiskurinn sem félagar í sönghóp ÁtVR gáfu út haustið 2009 með 15 völdum lögum úrtónlistarkistu Vestmannaeyja og hefur hlotið mikið lof og frábæra dóma, er enn fáanlegur hjá Hafsteini, söngstjóra. 


hafgud@simnet.is
sími 8613205

Lesið meira um diskinn hér.

_____________________

 

ÁtVR er á Facebook - Smelltu hér

  

  _________________________________________ 


  

 

 

 

 

 

 

eXTReMe Tracker
eXTReMe Tracker
eXTReMe Tracker
Flettingar í dag: 4
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 198
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 253410
Samtals gestir: 73055
Tölur uppfærðar: 24.4.2014 00:48:16